Gleipnir nýsköpunar- og þróunarsetur er samstarfsverkefni á Vesturlandi sem snýr að nýsköpun og þróun tækifæra á sviði landbúnaðar, matvælaframleiðslu, sjálfbærni og loftslagsmála

Leiðarljós og tilgangur

Gleipnir hefur að leiðarljósi að stuðla að nýsköpun, rannsóknum, fræðslu og frumkvöðlastarfi á sviði landbúnaðar, matvælaframleiðslu, sjálfbærni og loftslagsmála, nýtingu náttúrugæða, ferðaþjónustu og menningartengdrar starfsemi. Með samstilltu átaki ætla aðilarnir að skapa umhverfi fyrir samvinnu, þróun og miðlun ólíkrar þekkingar á sviði rannsókna, nýsköpunar og sjálfbærni með það að leiðarljósi að styrkja samkeppnisstöðu íslensks samfélags, efla atvinnu og byggðaþróun og auka lífsgæði í landinu.

Tilgangur setursins er að leiða og byggja upp samstarf stofnaðila, stjórnvalda og annarra hagaðila þar sem lögð verður áhersla á að efla rannsóknir og hagnýtingu þeirra, stefnumótun, nýsköpun og fræðslu á sviði landbúnaðar, matvælaframleiðslu, sjálfbærni og loftslagsmála.  

Setrinu er ætlað að vera virkur þátttakandi í að ná fram markmiðum og skuldbindingum stjórnvalda á sviðum nýsköpunar og fræðslu á sviði landbúnaðar, matvælaframleiðslu, sjálfbærni og loftslagsmála, auk þess að efla nýsköpunar- og frumkvöðlastarf á landsbyggðinni.

Gleipnir nýsköpunar- og þróunarsetur var stofnað í maí 2022 af 13 stofnaðilum: Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskólanum á Bifröst, Landsvirkjun, Borgarbyggð, Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, Háskóla Íslands, Íslandsstofu, Orkustofnun, Breið þróunarfélagi, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Símenntunar á Vesturlandi, Hugheimum – frumkvöðla- og nýsköpunarsetri og Auðnu tæknitorgi.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið gerðist aðili að Gleipni í mars 2023.

Starfsfólk

Alexander Schepsky

Framkvæmdastjóri / CEO

Stjórn

Ragnheiður I. Þórarinsdóttir

Formaður stjórnar
Landbúnaðarháskóli Íslands

Margrét Jónsdóttir Njarðvík

Háskólinn á Bifröst

Páll S. Brynjarsson

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi

Kjartan Ingvarsson

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Eva Margrét Jónudóttir

Borgarbyggð

Varamenn stjórnar

Áshildur Bragadóttir

Landbúnaðarháskóli Íslands

Stefán V. Kalmansson

Háskólinn á Bifröst

Pétur Þ. Óskarsson

Íslandsstofa

Einar Mäntylä

Auðna tæknitorg

Stofnaðilar

Hafðu samband

Viltu vinna að nýsköpun á Vesturlandi? 

Sendu okkur línu á
gleipnir@gleipnirvest.is