Jóhann Páll Johannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnti átakið jarðhiti jafnar leikinn

Ísland hefur einstaka stöðu í jarðhitanýtingu, þar sem 90% heimila nota jarðhita til húshitunar. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur kynnt nýtt jarðhitaátak með áherslu á svæði þar sem húshitun er enn háð raforku eða olíu.

Þetta eru sérstaklega jákvæðar fréttir fyrir Vestfirði, Austfirði og önnur svæði með lághitaauðlindir. Þar felast veruleg tækifæri í jarðhitanýtingu, og þótt hitastigið sé ekki alltaf nægjanlegt, hefur hraðþróun varmadælutækni á síðustu árum gert nýtingu lágvarma (20–100°C) mun hagkvæmari í samspili við varmadælur.

Slíkar lausnir hafa þegar verið teknar upp víða í Evrópu með góðum árangri, þar sem áhugi á jarðhitanýtingu hefur aukist verulega. Þetta endurspeglast í auknum fjárfestingum í jarðhitaleit, bæði í Evrópu og víðar.

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2025/03/13/Blasid-til-soknar-Jardhiti-jafnar-leikinn/