Alexander Schepsky nýr framkvæmdastjóri Gleipnis

5 júni 2024

Dr. Alexander Schepskyhefur verið ráðinn nýr framkæmdastjóri Gleipnis – Nýsköpunar- og þróunarsetursá Vesturlandi. Alexander er með bakgrunn í sameindalíffræði, hann hlaut doktorsgráðusína frá Háskóla Íslands og stundaði postdoc rannsóknir við Marie Curierannsóknarstofnunina í Bretlandi. Rannsóknir hans hafa verið birtar í fjölmörgumvísindatímaritum eins og Nature og Molecular Cell. Auk akademíska ferilsins hefurhann einnig verið virkur á sviði nýsköpunar. Samhliða því sem hann byggði uppsitt eigið innflutningsfyrirtæki með rannsóknarvörur og efnum fyrirsameindalíffræði, starfaði hann fyrir sprotafyrirtækin ORF Genetics, Zymetech áÍslandi og faCellitate í Þýskalandi. Alexander hefur undanfarið starfað hjá fyrirtækinu„The Cultivated B“ í Þýskalandi þar sem hann var yfirmaður alþjóðlegrar sölu ásviði frumulandbúnaðar eða „cellular agriculture“.

„Ég hlakka mikið til að hefjastörf hjá Gleipni og taka þátt í  nýsköpun og þróun á Vesturlandi. Að mínu matibýður Vesturland upp á óteljandi möguleika til  nýsköpunar og koma hugmyndum og draumum íframkvæmd, hvort sem það er í landbúnaði, matarnýjungum, ferðaþjónustu eðaeinhverju allt öðru. Mér finnst sérstaklega spennandi að vinna að því að nýtabetur samspil hreinnar orku og hátækni og þróa áfram sjálfbæramatvælaframleiðslu til að tryggja fæðuöryggi og samkeppnishæfni Íslands.“